Aftaka

Aftaka er einn flokkur manndrápa, og er orðið notað þegar ríki, samfélag, hersveit eða annar hópur fólks stendur að baki ákvörðun um að ráða manneskju af dögum í nafni eða þágu laga, réttlætis, hugmyndafræði, ofsókna, öryggis, trúar, til að valda ógn og skelfingu eða af öðrum ástæðum sem hópurinn sammælist um að séu knýjandi. Orðið er aðeins haft um aflífanir á mönnum en aldrei dýrum.

Múgæðisaftaka (enska: lynching), telst það er hópur manna, þá einatt múgur eða æstur hópur, ræðst á manneskju eða manneskjur og tekur af lífi án dóms og laga, í krafti tilfinninga, haturs og/eða hugmyndafræði.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search